Taylor Harwood-Bellis varnarmaður Manchester City er til sölu í sumar en hann átti frábært tímabil á síðustu leiktíð.
Miðvörðurinn var á láni hjá Burnley á síðustu leiktíð og átti afar góðu gengi að fagna þegar liðið fór upp í úrvalsdeildina.
Harwood-Bellis var í U21 árs liði Englands sem vann Evrópumótið en City vill 15 milljónir punda fyrir hann.
West Ham og Fulham vilja bæði kaupa Harwood-Bellis í sumar og City er tilbúið að selja hann.
Harwood-Bellis er 21 árs gamall en auk þess að vera á láni hjá Burnley hefur hann farið til Anderlecht og Stoke á láni.