fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Fréttir

Sveddi tönn ákærður fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot og skipulagða glæpastarfsemi

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 11. júlí 2023 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sverr­ir Þór Gunn­ars­son, Sveddi tönn, hefur verið ákærður af ríkissaksóknara í Brasilíu fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot og skipulagða glæpastarfsemi. 

Vísir greinir frá og hefur gögn dómsyfirvalda í Brasilíu undir höndum.

Fyrirtaka var í málinu 3. júlí fyrir dómstól í Rio de Janeiro þar sem sönnunargögn voru lögð fram. Samkvæmt téðum gögnum var máli Sverris Þórs vísað áfram til ríkissaksóknara 9.maí, dómari skipaði réttarhöld 14.júní. Þeim réttarhöldum var síðan frestað til 3.júlí.

DV tók saman umfjöllun um Sverri Þór og langan afbrotaferil hans hérlendis og erlendis. 

Sjá einnig: Brasilíufanginn með 10 í bókfærslu sem átti meint hóruhús í Ármúla – Hver er Sveddi tönn ?

Sverrir Þór var handtekinn í Ríó de Janeiro 12. apríl í umfangsmiklum aðgerðum brasilísku lögreglunnar í samvinnu við íslensku lögregluna og fleiri. Vísir vísar í tilkynningu brasilísku alríkislögreglunnar þar sem fram kom fram að aðgerðirnar sneru að glæpasamtökum sem hafa sérhæft sig í peningaþvætti og fíkniefnaviðskiptum. Er Sverrir Þór grunaður um að vera einn af leiðtogum samtakanna, sem grunuð eru um víðtæka brotastarfsemi í Brasilíu með útibú í fjölmörgum borgum. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Risasekt á Gísla og Eirík fyrir skattsvik í rekstri hreingerningarþjónustufyrirtækis

Risasekt á Gísla og Eirík fyrir skattsvik í rekstri hreingerningarþjónustufyrirtækis
Fréttir
Í gær

Blaðamaður Heimildarinnar hefur kært morðhótun Írisar Helgu til lögreglu – „Prinsippafstaða“

Blaðamaður Heimildarinnar hefur kært morðhótun Írisar Helgu til lögreglu – „Prinsippafstaða“
Fréttir
Í gær

Snarpur jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu

Snarpur jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu
Fréttir
Í gær

Einar Kárason deilir átakanlegri frásögn um ekkju sem þurfti að losa sig við besta vin sinn og huggara – „Hann hafði engar röksemdir“

Einar Kárason deilir átakanlegri frásögn um ekkju sem þurfti að losa sig við besta vin sinn og huggara – „Hann hafði engar röksemdir“