Hjónin George Leite, eigandi barsins Kalda og Anaïs Barthe Leite atvinnudansari eignuðust dóttur, 5. júlí. Vísir greindi fyrst frá.
Fyrir eiga hjónin Samúel Mána, sem er þriggja ára og Georg á Sofiu Leu, nítján ára, frá fyrra sambandi.
„Við erum mjög ánægð að tilkynna fæðingu dóttur okkar, barni og móður heilsast vel. Hún átti glæsilega innkomu í heiminn sem einkenndist af fjölda jarðskjálfta, eins og móðir jörð væri sjálf að fagna fæðingu sinni. Þann 5. júlí, klukkan 22:52, kom hún, 49 cm og 3.316 kg.
Með hjörtu full af ást og þakklæti, fögnum við foreldrahlutverkinu enn og aftur, ævinlega þakklát fyrir einstakar aðstæður í kringum komu hennar. Hjörtu okkar eru full af ást til allra dýrmætu barnanna okkar og við munum njóta allra dýrmætu stundanna,“
segja hjónin í færslu á Facebook. Dagný Erla Vilbergsdóttir doula var hjónunum ómetanlegur stuðningur við fæðinguna.
Georg er brasilískur og Anaïs frönsk, og kynntust á dansnámskeiði hér á landi. Georg, eða Goggi eins og hann er alltaf kallaður, flutti hingað sem skiptinemi árið 1998 en níu ár eru síðan Anaïs flutti til landsins. Í fyrra giftu þau sig í Suður-Frakklandi.