Reynslubolinn Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er brött fyrir komandi leik íslenska landsliðsins við það finnska á föstudag.
Liðin mætast í vináttulandsleik hér á laugardalsvelli.
„Það er langt síðan við höfum komið saman svo það er gott að vera komin aftur. Svo fengum við blíðuna og maður fagnar því,“ segir Gunnhildur við 433.is.
„Það eru mörg ný andlit og það er gaman. Við erum margar á mismunandi stað á tímabilinu. Þetta verður mjög gaman.“
Leikurinn er liður í undirbúningi íslenska liðsins fyrir Þjóðadeildina í haust.
„Við einbeitum okkur aðallega að okkur og hvernig við viljum spila. Úrslitin skipta ekki eins miklu máli. Þetta snýst aðallega um að bæta okkar leik fyrir september.“
Gunnhildur vonast til að fá nóg af fólki á völlinn.
„Vonandi verða ekki allir í útilegu en þetta er Ísland í júlí svo það er líklegt.“
Viðtalið í heild er í spilaranum.