Paul Pogba gæti verið á förum frá Juventus til Sádi-Arabíu.
Fjöldi leikmanna hefur farið í deildina þar í landi undanfarið og fá vel borgað fyrir.
Eftir heimsókn Pogba til Sádí á dögunum fóru af stað orðrómar um að Pogba yrði næstur þangað.
Nú segir La Gazzetta dello Sport á Ítalíu að Al Ahli hafi boðið Pogba 100 milljónir evra fyrir þriggja ára samning.
Talið er að leikmaðurinn sé óviss um hvort hann vilji fara til Sádí á þessu stigi ferilsins.
Pogba gekk í raðir Juventus á ný síðasta sumar frá Manchester United. Hann spilaði lítið sem ekkert vegna meiðsla.
Juventus gæti sparað meira en 30 milljónir evra í launakostnað með því að losa sig við Pogba. Hann á þrjú ár eftir af samningi sínum.