fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Dómur styttur um tvö ár yfir svikakvendinu

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 11. júlí 2023 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómur Elizabeth Holmes, stofnanda nýsköpunarfyrirtækisins Theranos, hefur verið styttur um tvö ár.

Holmes var sakfelld í janúar árið 2022 til 11 ára og þriggja mánaða fangelsisvistar, í fjórum ákæruliðum af tólf, fyrir að hafa sagt fjárfestum Theranos ósatt um byltingarkennda blóðskimunartækni fyrirtækisins sem átti að geta greint margvíslega sjúkdóma með fáeinum blóðdropum.

Holmes sem er 39 ára, tveggja barna móðir, hóf afplánun í maí á þessu ári. Samkvæmt skráningu á vef bandarísku fangelsismálastofnunarinnar er dómurinn skráður tveimur árum styttri, en ekki er greint frá af hvaða ástæðu það er. Nú virðist sem dómur hennar hafi verið styttur, þó ekki sé fullkomlega ljós hvers vegna. Hún mun því losna úr fangelsi 29. Desember 2032, níu árum, sex mánuðum og 29 dögum eftir að hún hóf afplánun þann 30 maí. 

Talsmaður fangelsisstofnunarinnar staðfesti breytinguna en gat ekki tjáð sig frekar um mál Holmes. Afplánun hennar gæti þó orðið styttri komi til reynslulausnar vegna góðrar hegðunar eða annarra ástæðna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram
Fókus
Fyrir 2 dögum

Selena Gomez trúlofuð

Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sagan af Kóngsa geimfara er ný barnabók eftir Laufeyju Arnardóttur

Sagan af Kóngsa geimfara er ný barnabók eftir Laufeyju Arnardóttur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“