Rasmus Hojlund, framherji Atalanta, hefur undanfarið verið orðaður við Manchester United.
Þessi tvítugi leikmaður hefur heillað á Ítalíu og vakið áhuga United. Enska félagið sárvantar þá sóknarmann.
Talið er að Hojlund sé fáanlegur fyrir um 50 milljónir punda.
Hojlund er nú staddur í Kaupmannahöfn í heimalandinu og var þar að gera styrktaræfingar. Sá sem sér um þær þykir hafa gefið sterklega í skyn að Hojlund sé á leið til United.
Það birtist myndband af Hojlund við æfingar og við stóð: „Við erum tilbúnir í það sem gerist næst.“
Undir var lag með Stormzy, sem er þekktur stuðningsmaður United.