fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Dularfullur dauðdagi konunnar sem lögreglan brást vakti heimsathygli – Verður nú grafin upp til að kanna möguleg tengsl við andlát nunnu

Pressan
Mánudaginn 10. júlí 2023 22:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alríkislögreglan í Bandaríkjunum, FBI, hefur ákveðið að grafa upp líkamsleifar konu, eftir að fjallað var um dularfullt andlát hennar í heimildarþáttunum The Keepers á Netflix. Mál nunnunnar hefur verið flokkað sem „kalt“ eða „cold case“ en lögregla telur sig hú hafa fengið nýjar vísbendingar sem gefi tilefni til þess að hreyft verði við rannsókninni að nýju.

Þættirnir fjölluðu um óleyst morð nunnunnar og kennarans, systur Catherine Cesnik, og um ásakanir um kynferðisbrot á hendur áhrifamikla prestsins séra Joseph Maskell á sjöunda áratug síðustu aldar.

Hin tvítuga Joyce Malecki var úti að versla inn fyrir jólin þegar hún hvarf. Hún hafði ætlað að hitta kærasta sinn, en mætti aldrei til fundar við hann. Tveimur dögum síðar fannst lík hennar, í grunnu vatni við litla á. Hendur hennar höfðu verið bundnar fyrir aftan bak hennar og hún var með rispur og mar víðsvegar um líkama hennar, sem gaf til kynna að hún hefði reynt að verja sig. Dánarorsök hennar var talin vera köfnun eða drukknun. Eins hafði hún verið stungin í hálsinn, en það hafði þó ekki valdið banvænum áverka.

Líkar og látnar

Málið vakti töluverða athygli í Baltimore sýslu, enda hafði önnur kona, systir Catherine, horfið fjórum dögum á undan Joyce, og það sem meira var, þær höfðu báðar verið úti að versla á svipuðum slóðum, vöru svipaðar í vexti og hurfu á svipuðum tíma. FBI sem fór með rannsókn málsins taldi ljóst að það hlytu að vera tengsl á milli málanna, en aldrei tókst að leiða þau tengsl í ljós.

Líkamsleifar systur Catherine fundust í janúar árið 1970, á afskekktum urðunarstað. Talið er að áður en hún hvarf hafi Catherine verið að spyrjast fyrir um prestinn Joseph og hvort að stúlkur við skólann sem hún kenndi við hefðu verið misnotaðar af honum. Hefur því verið haldið fram að Catherine hafi ætlað að leita til biskups á svæðinu með áhyggjur sínar.

Seinna meir reyndu tveir fyrrum nemendur við skólans að höfða mál gegn áðurnefndum séra Joseph, skólanum og fleirum vegna meinta kynferðisbrota sem presturinn hefði beitt þær. Hélt önnur þeirra því fram í málinu að Joseph hefði ekið með hana þar sem lík Christine lá rotnandi og þakið möðkum. Þetta hafi hann gert til að hræða hana og þagga niður í henni. Í Netflix-þáttunum stíga fyrrverandi nemendur fram, og opna sig um þau brot sem þau máttu þola.

Vonar að fjölskyldan fái loksins svör

Þættirnir vöktu athygli á mögulegum tengslum mála Joyce og Catherine, en einnig á ágöllum á rannsókn lögreglu. Því lík Joyce fannst við herstöð átti FBI að fara með rannsóknina. Þeir töldu sig þó hafa afhent lögreglunni á svæðinu málið að nýju, en lögregluembættið á svæðinu kannaðist ekki við að hafa fengið nokkuð frá FBI. Þess vegna var málið aldrei rannsakað með fullnægjandi hætti.

Nú stendur til að grafa Joyce upp, með leyfi fjölskyldu hennar, á meðan FBI rannsakar mögulegt tengsl á milli andláts hennar og nunnunnar.

Gemma Hoskins, hefur helgað líf sitt rannsókninni á morðinu á systur Cesnik. Hún hefur ávallt talið að mál nunnunnar og Joyce séu tengd, og það sem tengi þau sé áðurnefndur séra Joseph Maskell.

„Fjölskyldan hefur gengið í gegnum ótrúlega mikið. Þetta er ekki notaleg reynsla fyrir nokkurn, en þau binda vonir við það sem FBI getur grafið upp og vonandi deilt með þeim,“ sagði Gemma í samtali við fjölmiðla.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Talaði Trump af sér?
Pressan
Í gær

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Í gær

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum
Pressan
Fyrir 3 dögum

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?