fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Pressan

Írar íhuga að aflífa 200.000 nautgripi vegna loftslagsvandans

Pressan
Laugardaginn 15. júlí 2023 16:00

Mynd úr safni. Tengist frétt ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Írar íhuga nú að aflífa um 200.000 nautgripi til að geta náð markmiðum sínum í loftslagsmálum og þannig lagt sitt af mörkum í baráttunni gegn hnattrænni hlýnun.

Þetta kemur fram í minnisblaði frá írska landbúnaðarráðuneytinu að sögn dpa fréttastofunnar sem segir að ríkisstjórnin hafi í hyggju að bæta bændum niðurskurðinn en hann verður byggður á samningum við þá að sögn talskonu ráðuneytisins.

Pat McCormack, formaður samtaka írskra mjólkurframleiðenda, sagði í samtali við dpa að samningurinn verði á byggja á því að bændum sé frjálst að velja hvort þeir gangist undir hann.

Írska umhverfismálaráðuneytið tilkynnti nýlega að það líti út fyrir að landið verði langt frá því að ná loftslagsmarkmiðunum, sem það hafði sett sér að ná árið 2030.

Eitt af markmiðunum var að minnka losun CO2 frá landbúnaðinum um 4 til 20%. Í heildina var það markmið sett að minnka losunina um 30% miðað við það sem hún var 2005.

Árið 2021 kom 38% af losun CO2 á Írlandi frá landbúnaðinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Woke-hreyfingin á í vök að verjast eftir kosningasigur Trump

Woke-hreyfingin á í vök að verjast eftir kosningasigur Trump
Pressan
Fyrir 2 dögum

Besti golfari heims þurfti að gangast undir aðgerð eftir slys við jólamatseldina

Besti golfari heims þurfti að gangast undir aðgerð eftir slys við jólamatseldina
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nískupúkinn vildi láta jarðsetja sig með öllum peningunum sínum – Ekkjan hefndi sín snilldarlega

Nískupúkinn vildi láta jarðsetja sig með öllum peningunum sínum – Ekkjan hefndi sín snilldarlega
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona léttist þú hraðast

Svona léttist þú hraðast