fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Í fimmtán mínútur danglaði Smith í snörunni – En ævilöng lukka færi varla að yfirgefa hann á ögurstund

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Mánudaginn 10. júlí 2023 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það þarf oft ekki mikið til að fólk látist af völdum slysa, fall niður stiga eða óvænt spark í höfuð, til að mynda frá hesti, getur sent fólk inn í eilífðina. En þeir eru til sem eru alveg makalaust heppnir og var John Smith einn af þeim. 

Smith fæddist í Nýju Yorkshire á Englandi árið 1661, sonur bændahjóna. Hann hafði þó ekki hug á störfum í landbúnaði og flutti til London þar sem hann sem vann sem pökkunarmaður, en á þeim árum var unnt af hafa vel upp úr því að pakka saman varningi til flutnings landshorna á milli. Hann fór síðan í flotann, þaðan á kaupskip og svo í herinn.

Hann kynntist vægast vafasömum einstaklingum í hernum og uppgötvaði að það væri mun meira að hafa upp úr afbrotum en að hangsa í hernum til þess eins að hlýða skipunum fyrir fremur lélegt kaup.

Svo Smith fór að stunda innbrot af miklum móð. Hann var afbragðs innbrotsþjófur en að því kom að hann var hann handtekinn og árið 1705 var hann dæmdur til dauða með hengingu.

En Smith hafði engar áhyggjur af væntanlegri aftöku. Reyndar var hann viss um að sleppa við hana þar sem lukkan hafði leikið við hann allt hans líf og hann alltaf náð að snúa og/kjafta sig út úr öllu. Lukkan færi varla að yfirgefa hann núna, á ögurstund.

Og Smith reyndist hafa rétt fyrir sér.

John Smith.

Sumir toguðu upp en aðrir niður

Aftakan átti að fara frá á aðfangadag þetta sama ár, 1705. Smith var leiddur upp á pallinn, reipi sett um háls hans og fellihurð sleppt. En Smith hálsbrotnaði ekki. Þess í stað dinglaði hann bara í snörunni, að langmestu leyti ómeiddur, en sárkvalinn á hálsi.

Smith var vinsæll og fjöldi vina hans, sem viðstaddir voru, ruku honum til hjálpar. Sumir toguðu í fætur hans í þeirri von um að lina þjáningar hans og flýta dauðastundinni en að aðrir toguðu hann aftur á móti upp með það í huga að bjarga lífi hans.

Langar fimmtán mínútur fóru í baráttu þeirra er vildu ljúka verkinu og þeirra sem vildu bjarga Smith sem þó hékk áfram milli lífs og dauða.

Fór svo að áhorfendur að aftökunni höfðu fengið nóg þar sem Smith hvorki lifði né dó og fóru kalla eftir að hætt yrði við aftökuna. Yfirvöld samþykktu það, hífðu kallangann upp sem færður var á heimili vina sem fljótlega komu honum aftur til fullrar heilsu.

Sterkur ljósglampi

Hann átti eftir að lýsa þessum fimmtán mínútum á eftirfarandi hátt:

„Ég man eftir miklum sársauka og fannst sem líkami minn væri ótrúlega þungur og fann fyrir óbærilega mikilli þörf fyrir að ýta honum á einhvern hátt upp á við. Ég var í miklu uppnámi andlega áður þegar ég sá sterkan glampa af ljósi sem virtist fara í gegnum höfuðið á mér. En þetta skæra ljós varð til þess að allur sársauki hvarf. En hann kom aftur þegar ég var skorinn niður og var svo mikill að mig langaði að drepa fólkið sem frelsaði mig.“ 

Í kjölfarið fékk Smith viðurnefnið Smith hinn hálfhengdi.

Eftir að hafa jafnað sig var Smith stungið í steininn í nokkrar vikur á meðan að yfirvöld veltu fyrir sér hvað við hann skyldi gera. Það var ákveðið að rétta yfir honum aftur og í þetta skipti vann hann málið og var enn og aftur frjáls maður. Gæfan hafði ekki yfirgefið hann.

Tveggja áratuga frelsi

Smith hélt því áfram á sinni vegferð sem innbrotsþjófur og þótti með þeim hæfileikaríkustu í því „fagi“. Hann komst ekki í kast við lögin rúmlega 20 ár en var síðan handtekinn árið 1727, þá orðinn 66 ára gamall. Var hann gómaður við að pikka upp lás að vöruhúsi. Það var engin leið að sanna innbrot á Smith en hann dæmdur fyrir fiktið á lásnum og gert að fara til Virginiu, sem þá var óttaleg auðn og vinsælt að senda þangað fanga til að byggja vegi, hús og svo framvegis. Þótti vistin þar langt því frá skemmtileg.

Smith grátbað dómara að fá hýðingu eða aðra líkamlega refsingu í staðinn, hann væri giftur og bæði faðir og afi. En dómari gaf sig ekki sendi hálfhengda Smith til Virginiu.

Eftir það veit enginn um örlög hin heppna en hálfhengda John Smith. Né hvort heppnin hélt áfram að fylgja honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“