Pólverjar eru sagðir hafa gefið úkraínska hernum um tylft Mi-24 árásarþyrlna. Þetta eru þyrlur sem voru framleiddar á tíma Sovétríkjanna.
The Wall Street Journal skýrir frá þessu og hefur eftir ónafngreindum heimildarmönnum að þyrlurnar hafi verið afhentar með mikilli leynd.
Pólverjar hafa verið grjótharðir stuðningsmenn Úkraínu allt síðan Rússar réðust inn í landið í lok febrúar á síðasta ári.
Andrzej Duda, forseti, hefur áður sagt að Pólverjar hafi gefið Úkraínumönnum fjórar MiG-29 orustuþotur en þær eru sömuleiðis frá tímum Sovétríkjanna.