Þetta sagði Oleksandr Syrskyi, hershöfðingi í úkraínska hernum, í færslu á Telegram.
Bakhmut var vettvangur hörðustu bardaganna í Úkraínu mánuðum saman. Talið er að Rússar hafi misst tugi þúsunda hermanna í baráttunni um bæinn.
Þeir náðu honum að lokum á sitt vald en nú virðast þeir vera við það að missa hann aftur í hendur Úkraínumanna. Ef svo fer, verður það mikið áfall fyrir Vladímír Pútín því sigurinn í orustunni um Bakhmut er einn af fáum sigrum í stríðinu sem hann hefur getað montað sig af.
Syrskyi sagði að hermenn hans sæki fram við borgina og margir rússneskir hermenn séu fastir í bænum og geti ekki flúið.