Það hefur varla farið framhjá neinum að gos er hafið á Reykjanesi, í þriðja sinn á um tveimur árum. Staðsetning gossins er austan Litla-Hrúts, í lítilli dæld sem talin er vera um 200 metra löng, og er vísindafólk eá leiðinni á staðinn með þyrlu landhelgisgæslunnar til að leggja mat á stöðuna.
Lögreglan á Suðurnesjum hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fólk er beðið um að fara með gát og forðast að vera á svæðinu. „Ekki leggja af stað fyrr en búið er að tryggja að svæðið sé öruggt,“ segir í tilkynningu lögreglu. Þá er tilgreint að leiðin um Höskuldarvelli verður lokuð á meðan mat er lagt á stöðuna.
Í tilkynningu Veðurstofunnar kemur fram að gangan að gosinu sé löng og landslagið krefjandi og því eru fólk hvatt til þess að bíða átekta og fylgja fyrirmælum Almannavarna.
Full ástæða er til enda þegar farið að bera á því að fólk sé á svæðinu. Einn af þeim var ónefndur áhrifavaldur sem var mættur að gosstöðvunum með gasgrímu yfir vitum sínum.