Staðfest var um helgina að David de Gea markvörður Manchester United væri búinn að spila sinn síðasta leik fyrir félagið. Tólf ára dvöl hans tók þar enda.
De Gea hafði átt í samræðum við United um nýjan samning en félagið koma að margra mati illa fram við kauða undir restina.
De Gea fékk boð frá United um nýjan samning og ætlaði að skrifa undir þegar félagið hætti við og virtist þá vilja hann burt.
Bruno Fernandes einn besti leikmaður liðsins virðist ósáttur með þessa meðferð félagsins.
„Þú áttir skilið að kveðja á vellinum með öllum stuðningsmönnum okkar sem hefðu fagnað þér fyrir allar fallegu stundirnar,“ skrifar Bruno.
United er að ganga frá kaupum á Andre Onana markverði Inter sem fær það hlutverk að fylla í skarð De Gea.