Inter Milan vonast til að fá Romelu Lukaku á 35 milljónir punda en tilboð í hann verður lagt fram í vikunni.
Talið er að Chelsea vilji ögn hærri upphæð enda eru tæp tvö ár frá því að Chelsea borgaði 97,5 milljónir punda fyrir hann.
Þá kom Lukaku frá Inter en eftir eitt erfitt ár hjá Chelsea var Lukaku lánaður til Inter.
Al Hilal í Sádí Arabíu vill fá Lukaku og Juventus hefur einnig áhuga á að kaupa hann.
Lukaku er til í að taka á sig verulega launalækkun til að komast til Inter en búist er við að málið þokist í rétta átt á næstunni.