fbpx
Laugardagur 29.mars 2025
Fókus

Tara Sif gæsuð – „Á bleikasta skýinu“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 10. júlí 2023 16:00

Tara Sif Mynd: Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tara Sif Birgisdóttir fasteignasali á fasteignasölunni Lind og dansari var gæsuð af vinkonum sínum um helgina. Tara Sif og Elfar Elí Schweitz Jakobsson lögmaður giftu sig með sælgætishringum í Las Vegas í Bandaríkjunum í maí í fyrra og greindu frá í september. Lofuðu þau þá að halda veislu síðar, sem nú virðist stefna í.

Sjá einnig: Tara Sif og Elfar Elí létu pússa sig saman í Vegas

„Á bleikasta skýinu eftir skemmtilegasta dag lífs míns. Ég er alltof heppin með konurnar mínar!!! ELSKA YKKUR,“ segir Tara Sif í færslu á Instagram. 

Eins og sjá má var þema gæsapartýsins Tara air, en Tara Sif starfaði sem flugfreyja hjá WOW air og var andlit fyrirtækisins í auglýsingum þess. Tara Sif skipti þrisvar um fatnað þennan skemmtilega dag og einn þeirra var í stíl við goðsagnakenndan heilgalla Britney frá árinu 2000 í myndbandi lagsins Oops!…I Did It Again.

Tara Sif hefur getið sér gott orð sem dansari og danskennari um árabil og nýtur einnig vinsælda á Instagram. Hún er annar stofnandi SoFestive, fyrirtæki sem sérhæfir sig í verkefna- og viðburðarstjórnun.

Elfar Elí fór á skeljarnar í byrjun árs 2022 á Kistufelli í sólsetrinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Sannleikurinn á bak við samband Aniston og Pascal – Meira en bara vinir?

Sannleikurinn á bak við samband Aniston og Pascal – Meira en bara vinir?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kristbjörg segir óumbeðnar athugasemdir hafa haft neikvæð áhrif á sjálfsmynd sína – „Þú hefur þyngst“

Kristbjörg segir óumbeðnar athugasemdir hafa haft neikvæð áhrif á sjálfsmynd sína – „Þú hefur þyngst“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stjórna fjárfestingasjóðirnir BlackRock og Vanguard heiminum?

Stjórna fjárfestingasjóðirnir BlackRock og Vanguard heiminum?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnhildur segir að þetta sé besta fæðið eftir lyftingar

Ragnhildur segir að þetta sé besta fæðið eftir lyftingar
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Þeir finna að þeir eru meira en bara glæpamenn“

„Þeir finna að þeir eru meira en bara glæpamenn“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Ég var bara átján ára og ég er allt önnur manneskja í dag en ég var fyrir ári síðan“

„Ég var bara átján ára og ég er allt önnur manneskja í dag en ég var fyrir ári síðan“