fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Fréttir

Slegið á fingur Icelandair í Noregi – Neituðu að endurgreiða 2.300 krónur fyrir auka fótapláss sem farþegi fékk ekki

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 10. júlí 2023 10:58

Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samgöngustofa Noregs hefur fyrirskipað Icelandair að endurgreiða farþega 176 norskar krónur, rúmar tvö þúsund og þrjúhundruð íslenskar, vegna þess að hann fékk ekki þá þjónustu sem hann hafði greitt aukalega fyrir. Farþeginn pantaði og greiddi fyrir  meira fótapláss í flugi með Icelandair en að endingu fékk hann ekki aukaplássið því flugfélagið skipti um vél fyrir flugið. RÚV greindi fyrst frá íslenskra miðla en fjallað er um málið á vef Finans Avisen.

Álitið er þó ekki bindandi og því þarf Icelandair í raun ekki að hlíta niðurstöðunni þó að flest flugfélög kjósi að gera það.

Í umfjöllun norska miðilsins kemur fram að umræddur farþegi hafi átt bókað flug frá Reykjavíkur til Óslóar í september á síðasta ári. Hann hafi viljað greiða fyrir auka þægindi í fluginu og borgaði því 17 evrur fyrir meira fótapláss en almennir farþegar. Vegna tæknilegra vandamála hafi Icelandair þurft að skipta um flugvél í umræddu flugi með þeim afleiðingum að sætaskipan riðlaðist og farþeginn var snuðaður um fótaplássið sem hann hafði greitt fyrir.

Í kjölfarið óskaði farþeginn eftir því að upphæðin fyrir aukaplássið yrði endurgreidd en Icelandair hafnaði þeirri kröfu og vísaði í skilmála sína þar sem skýrt væri kveðið á um þetta.

Farþeginn kvartaði í kjölfarið til Samgöngustofu Noregs og þar tók fimm manna nefnd málið fyrir. Niðurstaða þeirra var að ákvæðið í skilmálum Icelandair ætti aðeins við ef farþeginn myndi sjálfur ákveða að hætta við þjónustuna eftir að hafa greitt fyrir hana. Í þessu tilviki hafi það verið flugfélagið sem skipti um vél og það getur ekki verið á ábyrgð farþegans. Hann ætti því rétt á þeirri þjónustu sem hann hafi borgað fyrir sem og rétt á endurgreiðslu ef að ekki var unnt að uppfylla þjónustuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar
Fréttir
Í gær

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili
Fréttir
Í gær

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“