Tottenham mun að öllum líkindum hafna nýju tilboði Bayern Munchen í Harry Kane.
Kane, sem verður þrítugur síðar í mánuðinum, á aðeins ár eftir af samningi sínum við Tottenham og hefur verið sterklega orðaður við brottför.
Bayern bauð á dögunum sitt annað tilboð í Kane og hljóðaði það upp á 70 milljónir punda með möguleika á aukagreiðslum. Fyrra tilboð hljóðaði upp á 60 milljónir punda og var því rakleiðis hafna.
Daniel Levy hjá Tottenham er harður í horn að taka í samningsviðræðum og vill 100 milljónir punda fyrir Kane þrátt fyrir að hann eigi aðeins ár eftir af samningi sínum.
Það verður spennandi að sjá hvað verður um Kane sem hefur einnig verið orðaður við Manchester United.