Hjónin Helga Gabríela Sigurðardóttir og Frosti Logason eignuðust dóttur nú í morgun. Frá þessu greinir fjölmiðlamaðurinn á Facebook-síðu sinni í einlægri færslu. „Lífið sem verður alltaf stærra og fallegra. Við fjölskyldan erum hreinlega að springa úr þakklæti. Birta Frostadóttir kom í heiminn á Landspítalanum í morgun og öllum heilsast vel. Ást og hamingja í sjöunda himni,“ skrifar Frosti í færslunni.
Fyrir eiga Helga Gabríela og Frosti tvo drengi, Loga og Mána.