Leonardo, fyrrum yfirmaður íþróttamála hjá Paris Saint-Germain, segir að Kylian Mbappe verði að yfirgefa félagið í sumar.
Frakkinn hefur verið gríðarlega mikið í umræðunni eftir að hann formlega tilkynnti að hann myndi ekki virkja ákvæði í samningi sínum, sem rennur út eftir ár, sem framlengir hann til sumarsins 2025.
PSG vill selja hann í sumar ef hann skrifar ekki undir nýjan samning en Mbappe er meira en til í að vera áfram komandi tímabil og fara frítt næsta sumar.
„PSG var til fyrir Mbappe og verður það líka eftir að hann er farinn,“ segir Leonardo.
„Fimm lið hafa unnið Meistaradeildina undanfarin sex ár og ekkert þeirra hafði Mbappe innanborðs. Það er alveg hægt að gera þetta áfram.“
Mbappe hefur hvað helst verið orðaður við Real Madrid.
Ljóst er að forráðamenn PSG eru brjálaðir út í hann.