fbpx
Mánudagur 22.júlí 2024
Fréttir

Stærsti skjálftinn hingað til – 5,1 á Richter

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 9. júlí 2023 22:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jarðskjálfti upp á 5,1 Richterkvarða reið yfir um kl. 22.22 í kvöld en upptök hans voru um 1,6 kílómetrum suðvestur af Keili. Um er að ræða stærsta skjálfta sem orðið hefur síðan jarðhræringar hófust að nýju á eldsumbrotasvæðinu á Reykjanesi.

Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, sagði fyrir stundu að gosið gæti á hverri stundu í viðtali við RÚV fyrr í kvöld en allt benti til þess að kvika væri mjög nálægt yfirborðinu á milli Litla-Hrúts og Keilis.

„Það er þannig, það gæti gosið á hverri stundu. Það er náttúrulega ekkert hægt að útiloka að eitthvað annað gerist, að þetta stöðvist, en það bendir allt til þess að það sé að byrja gos,“ sagði Benedikt.

Aðspurður sagði hann ekki hægt að útiloka það að eitthvað annað gerist, og það gjósi ekki. Það sé þó mjög ólíklegt.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Gestrisni Íslendinga kom spænsku pari gríðarlega á óvart – „Þetta fólk þekkti okkur ekki neitt“

Gestrisni Íslendinga kom spænsku pari gríðarlega á óvart – „Þetta fólk þekkti okkur ekki neitt“