Flugvélin, sem leitað hefur verið á Austurlandi frá því fyrr í kvöld, fannst nú á áttunda tímanum, að því er fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörgu.
„Það var flugvél Icelandair á leið til Egilsstaða sem kom auga á það sem gæti hafa verið vélin, og ferðaþjónustuþyrla staðfesti svo fundinn og fundarstað. Þyrla Landhelgisgæslunnar kom á staðinn skömmu síðar ásamt björgunarfólki. Öðrum björgum hefur verið snúið við,“ segir í tilkynningu.
Nær allar björgunarsveitir á Austurlandi voru kallaðar út um hálf sex í dag þegar neyðarboð barst frá vélinni sem er af gerðinni Cessna 172 og þá var þyrla Landhelgisgæslunnar send á vettvang.
Ekki liggur fyrir hvaðan flugvélin var að koma né hvert för hennar var heitið.