fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Amy Poehler stödd á Íslandi

Fókus
Sunnudaginn 9. júlí 2023 19:00

Amy Poehler

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska leikkonan og grínistinn Amy Poehler virðist vera stödd á Íslandi. Stórstjarnan birti myndband frá þekktum ferðamannastöðum á Tiktok-síðu sinni þar sem hálf milljón manna fylgir henni. Vísir greindi fyrst frá.

Á myndskeiðinu má sjá myndir frá Bláa Lóninu, Skólavörðustíg og Geysi og en stjarnan sjálf birtist þó ekki í myndskeiðinu. Það virðist þó falla vel í kramið hjá aðdáendum hennar sem segjast gjarnan vilja heimsækja landið, nú eða heimsækja Ísland aftur!

Poehler var um árabil hluti af Saturday Night Live-þáttunum en hennar þekktasta hlutverk er þó hin óþolandi Leslie Knope í sjónvarpsþáttaröðinni Parks and Recreation.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Í gær

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum
Fókus
Í gær

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?