Hið stríðshrjáða Súdan er á barmi „allsherjar borgarastyrjaldar“ segir í yfirlýsingu Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, í kjölfar loftárásar á íbúabyggð í borginni Omdurman sem drap að minnsta kosti 22 einstaklinga en tölur eru á reiki. Segir í yfirlýsingunni að raungerist það geti það orðið til þess að óstöðugleikinn breiðist til annarra nálgægra landa.
Súdanska herinn, undir stjórn Abdel Fattah al-Burhan, og RSF-uppreisnarherinn, sem er undir stjórn hins alræmda Mohamed Hamdan Daglo, rændu saman völdum í Súdan árið 2021. Fljótlega fór þó að bera á deilum um hvernig ætti að innleiða lýðræðislegt stjórnarfar í Súdan og spenna milli samherjanna fór ört vaxandi. Að morgni 15. apríl vöknuðu íbúðar höfuðborgarinnar Kartúm svo upp við sprengjur og byssuskot og síðan þá hafa átök geisað sem verða æ harðari.
Talið er að þrjú þúsund manns hafi fallið í átökunum og að tæplega ein milljón manna hafi flúið heimili sín og yfir landamærin til nágrannaríkja.
Ástandið í landinu er orðið afar varhugavert, fjöldi fólks hefur ekki aðgang að mat og vatni, og innviðir riða til falls.