fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

BBC nötrar út af fregnum af þjóðþekktum starfsmanni sem er sakaður um barnaníð – Stjörnurnar stíga fram og neita sök

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 9. júlí 2023 09:00

Ryan Clark, Jeremy Vine og Gary Lineker hafa allir neitað aðkomu að málinu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að andrúmsloftið innan breska ríkisútvarpsins BBC sé lævi blandið eftir að greint var frá því að þekktur sjónvarpsmaður stofnunarinnar hafi borgað sautján ára barni stórfé, um 35 þúsund pund eða 6 milljónir íslenskra króna, fyrir kynferðislegar myndir af sér. Móðir barnsins hefur stigið fram og lýst því hvernig hún upplifði hrylling þegar hún sá myndir af hinum þjóðþekkta einstaklingi á nærbuxunum í myndsímtali við afkvæmi sitt. Hún hafi verið aðdáandi starfa hans og því þekkt viðkomandi strax og verið afar brugðið.

Umræddur starfsmaður hefur ekki verið nafngreindur en búast má við því að löng lögreglurannsókn sé fram undan og viðkomandi geti átt yfir höfði sér allt að 14 ára fangelsi. Samkvæmt breskum lögum er ólöglegt að eiga, dreifa eða taka ósiðsamlegar myndir af barn undir 18 ára aldri og eru viðurlögin ströng.

Fram kemur í fréttum breskra miðla að viðkomandi sjónvarpsmaður sé kominn í leyfi á meðan að ásakanirnar séu skoðaðar.

Málið hefur skapað verulegan usla ytra og ekki síst vegna fregna um að sjónvarpsmaðurinn hafi sótt verðlaunaafhendingu með helstu yfirmönnum BBC eftir að ásakanirnar höfðu borist stofnuninni. Það segir móðirin að hafa verið gert þann 19. maí síðastliðinn en BBC hafi ekki brugðist við og maðurinn áfram haldið samskiptum sínum við barnið.

Um fátt annað er talað í Bretlandi og eru margar kenningar uppi um hver sjónvarpsmaðurinn er. Hefur það orðið til þess að margir þekktir starfsmenn BBC hafa stigið fram og lýst yfir sakleysi sínu og að þeir tengist málinu ekki með nokkrum hætti. Í þeim hópi eru sjónvarpsmennirnir Rylan Clark, Jeremy Vine og knattspyrnugoðið Gary Lineker. Hafði Clark verið sérstaklega á milli tannanna á fólki því hann hefur ekki verið á skjánum undanfarnar vikur en ástæðan er víst sú að hann er að taka upp ferðaþætti og fékk því tímabundið leyfi frá hefðbundnum störfum.

Annar starfsmaður BBC, Nicky Campbell, varð fyrir því að nafni hans var víða dreift á samfélagsmiðlum og hann sagður vera hinn meinti barnaníðingur. Hann brást við með að birta mynd af heimasíðu bresku lögreglunnar og gaf þar með í skyn að hann hefði lagt fram kæru á hendur þeim sem að væru að saka hann um glæpinn á samfélagsmiðlum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“
Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“