fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Ætluðu að borga fyrir hann með mat: Niðurlægingin var of mikil og hann hvarf – ,,Ég var aðhlátursefni“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 9. júlí 2023 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ein ótrúlegustu félagaskipti gerðust árið 2006 er fyrrum knattspyrnumaðurinn Marus Cioara vildi skipta um lið.

Cioara er frá Rúmeníu en félag í annarri deild þar í landi, Regal Hornia, vildi kaupa hann frá UT Arad sem spilaði í fjórðu deildinni.

Varnarmaðurinn var búinn að samþykkja skiptin en fékk svo mikið skítkast eftir hvernig Regal Hornia ákvað að borga fyrir hann.

Venjulega er borgað fyrir leikmenn með peningum en í þetta skipti þá var borgað með pylsum, já pylsum.

Regal Hornia bauð UT Arad 15 kíló af pylsum fyrir leikmanninn og var það tilboð samþykkt. Það var eitthvað sem Cioara komst aldrei yfir og lagði skóna á hilluna degi seinna.

Hann fékk gríðarlegt skítkast og varð aðhlátursefni í Rúmeníu eftir skiptin og ákvað að lokum að flýja land og flytja til Spánar.

,,Ég var alltof mikið aðhlátursefni eftir pylsurnar, þetta var gríðarlega niðurlægjandi,“ segir Cioara.

,,Ég ákvað síðar að fara til Spánar þar sem ég byrjaði að vinna þar í sveit. Þeir voru að grínast en þetta var svo alltof mikið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Skaut föstum skotum er hann valdi næsta áfangastað fyrir Rashford

Skaut föstum skotum er hann valdi næsta áfangastað fyrir Rashford
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Vestri staðfestir komu Ganverja

Vestri staðfestir komu Ganverja
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Breska blaðið gerir stólpagrín að okkur Íslendingum – „Það hjálpaði þeim ekki í dag“

Breska blaðið gerir stólpagrín að okkur Íslendingum – „Það hjálpaði þeim ekki í dag“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Leikmenn United rifust innbyrðis í gærkvöldi – Amorim tjáir sig um málið

Leikmenn United rifust innbyrðis í gærkvöldi – Amorim tjáir sig um málið