Erik Lira, leikmaður Cruz Azul í Mexíkó, segir að leikmenn liðsins séu alls ekki smeykir við að mæta Lionel Messi þann 22. júlí.
Um er að ræða leik á milli Cruz Azul og Inter Miami en Messi mun þar spila sinn fyrsta leik fyrir Miami.
Messi gekk í raðir félagsins fyrr á þessu ári en hann er af mörgum talinn besti leikmaður sögunnar.
,,Svo lengi sem hann sé bara með tvær lappir og tvö augu þá er hann bara hver annar leikmaður,“ sagði Lira.
,,Þetta er þó einstakt tækifæri, þetta er nýtt mót og við þurfum að berjast fyrir okkar. Sannleikurinn er þó að þetta er bara eins og hver annar leikur fyrir okkur.“
,,Þjálfarinn bendir á að Messi sé bara eins og hver annar leikmaður og við ætlum að vinna leikinn.“