fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Gulla á lista með Brad Pitt og Rihönnu

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 8. júlí 2023 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gulla Jóns­dótt­ir arki­tekt og hönnuður hefur búið og starfað í Los Ang­eles Í Bandaríkjunum í um 30 ár. Gulla stundaði nám við Sci-arc Sout­hern Cali­fornia Institu­te of Architect­ure og út­skrifaðist þaðan sem arki­tekt. Árið 2009 pnaði Gulla sína eig­in vinnu­stofu: Gulla Jons­dott­ir Atelier.

Gulla hefur getið sér gott orð sem hönnuður vestanhafs og víðar og eru verkefnin hennar orðin fjölmörg. Gulla hefur svo dæmi séu tekin hannað húsgagnalínur sem eru einungis seldar í listagalleríum og má segja að húsgögnin séu frekar listaverk eða skúlptúr en hefðbundin húsgögn. Hún hefur hannað mörg flott hótel og veitingastaði víða um heim, hannaði glæsiíbúð í hæstu íbúðarbyggingu heims í 432 Park Avenue-skýjakljúfrinum í New York sem lokið var að byggja í enda árs 2015. 

Gulla hlaut hönnunarverðlaun Interior Design Magazin; Best resort design 2017 fyrir lúxushótel sem hún hannaði í Kína.

Í nýjasta tímariti Wallpaper sem kom út á fimmtudag, The Wallpaper* USA 300, er listi 300 skapandi einstaklinga sem heimsbyggðin ætti að taka eftir og þekkja nöfnin á og er Gulla þar á meðal.

„Ég er mjög glöð og auðmjúk og það er heiður að vera með á listanum,“ segir Gulla.

„The Wallpaper 300 er gluggi skapandi Ameríku: við vörpum ljósi á 300 listamenn sem eru að móta nýjan farveg í gegnum hönnunarlandslag Ameríku. Þetta eru nöfnin til að þekkja í dag, frá innfæddu heimafólki til hugsuða hvaðan af sem hafa kosið að velja landið sem sitt heimili, frá brautryðjendum og smekkfólki til rísandi stjarna morgundagsins,“ segir tímaritið um listann. 

Listinn er í nokkrum flokkum og er Gulla í flokki Tastemakers, eða Smekkmanna, og um listann segir: „Þeir setja línurnar í sköpun, allt frá innanhússhönnun og arkitektúr til tísku og skartgripa, þetta eru áhrifavaldarnir á bak við nokkur af eftirtektarverðustu verkefnum landsins, allt frá byggingum til skartgripa.

Á meðal þeirra 300 sem skipa heildarlistann má nefna leikarana Brad Pitt og Julianne Moore, tónlistarmennina Rihanna, Lady Gaga og Dr Dre, leikstjórann Wes Anderson, tískukonunguna Ralph Lauren, Tom Ford og Marc Jacobs,  svo aðeins nokkrir séu nefndir.

Fylgja má Gullu á Instagram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Drottning Norðursins er laxveiðibók sem sætir tíðindum

Drottning Norðursins er laxveiðibók sem sætir tíðindum