Rakel María Hjaltadóttir, förðunarfræðingur og hársnyrtir, fann ástina í ræktinni.
„Hann var „sæti gæinn í ræktinni“.. Hverjum hefði dottið í hug að hann yrði uppáhalds manneskjan mín. Manneskjan sem er alltaf til í allskonar bras og ævintýri með mér… Eins og td að baða sig í náttúrulaug með 27 túristum.Lífið sko,“ segir Rakel María og birtir mynd af sér og Róberti Barkarsyni. Rakel María taggar Hreyfingu og þakkar líkamsræktarstöðinni fyrir en hún er einmitt hóptímaþjálfari þar.
Rakel María fann ástríðuna í hlaupum og er mikill langhlaupari, nú í dag hljóp hún 50 km í Dyrfjallahlaupinu og sýndi frá hlaupinu í sögusvæðinu á Instagram.