Dele Alli er byrjaður að æfa með Everton á ný eftir gríðarlega svekkjandi dvöl í Tyrklandi.
Þessi 27 ára gamli leikmaður gekk í raðir Everton í janúar 2022 en stóðst engan veginn væntingar hjá félaginu.
Fyrir það gerði Alli mjög góða hluti hjá Tottenham en ferill hans hefur verið á hraðri niðurleið.
Alli spilaði aðeins 15 leiki fyrir Besiktas á sínum tíma þar en óvíst er hvort hann spili með Everton næsta vetur.
Hann sást á æfingasvæði Everton fyrir helgi en það sem vekur mesta athygli er hárgreiðsla leikmannsins.
Alli hefur bæði fengið hrós og gagnrýni fyrir greiðsluna en hann hefur litað hár sitt grátt.