Fyrrum kryddpían Geri Halliwell varð miður sín þegar hún sá að Coventry hefði ekki náð sæti í ensku úrvalsdeildinni.
Þetta segir eiginmaður hennar, Christian Horner, en Halliwell er þekkt á meðal margra og var meðlimur í hljómsveitinni Spice Girls á sínum tíma.
Ástæðan er sú að Halliwell er stuðningsmaður Watford og er rígur á milli þess félags og Luton sem er nú komið í úrvalsdeildina.
Luton komst áfram eftir sigur í umspilinu en liðið hafði betur gegn Coventry í vítaspyrnukeppni.
,,Þeir voru svo nálægt þessu og duttu út á gríðarlega svekkjandi hátt í vítaspyrnukeppni. Þeir spiluðu svo vel á tímabilinu,“ sagði Horner.
,,Vonandi ná þeir frekari árangri á næstu leiktíð og sleppa við stressið á að spila í umspilinu.“
,,Konan mín styður Watford og hún var miður sín að sjá Luton komast áfram. Það er rígur á milli þessara liða.“
,,Eitt er víst og það er að tengdafaðir minn varð brjálaður þegar hann sá úrslitin.“