fbpx
Laugardagur 29.mars 2025
EyjanFastir pennar

Óttar Guðmundsson skrifar: Hamfarakvíði

Eyjan
Laugardaginn 8. júlí 2023 06:00

Óttar Guðmundsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú skelfur jörð á Reykjanesi á nýjan leik. Fjölmiðlar fylgjast spenntir með jarðhræringum og senda fréttamenn út og suður til að mynda gamalt hraun.

Nú er runnin upp gósentíð jarðfræðinga. Starfsmenn veðurstofunnar heita skyndilega „náttúruvársérfæðingar“ sem hljómar virðulega. Fréttamenn keppast við að leita álits jarðvísindamanna á þessari virkni í jarðskorpunni og komast færri að í viðtal en vilja. Alla langar til að vera í aðalhlutverki í þessu fjölmiðlaleikriti um væntanlegt eldgos á Reykjanesi.

Þegar margir eru um hituna er nauðsynlegt að hafa sérstöðu til að koma sér á framfæri. Nú er hafin hörð keppni í hamfaraspám þar sem menn keppast við að lýsa sem dekkstri framtíðarsýn. Einn vill loka stórum hluta nessins fyrir ferðamönnum, annar teiknar upp mynd af gosvirkni á öllum skaganum sem lokað gæti vegum og lagt virkjanir undir hraun. Þessu til sönnunar sýna menn óskiljanleg kort þar sem jarðskjálftabylgjur velta sér neðanjarðar eins og Miðgarðsormur.

Í framhaldi af þessum dómsdagsspám er talað við björgunarsveitarmenn og bæjarstjóra sem segjast til í allt. Kvíðnir vegfarendur eru teknir tali og spurðir hvað þeir ætli að gera þegar jörð brennur og vegir lokast.

Allt hljómar þetta kunnuglega frá fyrri eldgosum í Fagradalsfjalli. Fæstar spár vísindamanna þá gengu þó eftir fremur en heimsendaspár Jón gamla Krukks sem er þekktastur allra íslenskra spákarla. Hann spáði alls konar ótíðindum en bætti gjarnan við sjálfum sér til huggunar að hann yrði kominn „í frið og sælu hjá Maríu sinni guðsmóður þegar ósköpin gerðust.“

Hann lét því eigin heimsendaspár ekki spilla fyrir sér gleði daganna. Krukkur hefði því sennilega leitt alla þessa fjölmiðlagröðu jarðspekinga hjá sér og reynt að njóta dagsins og veðurblíðunnar meðan kostur er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ari Sæmundsen skrifar: Rík þjóð

Ari Sæmundsen skrifar: Rík þjóð
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Eru refsingar of vægar?

Björn Jón skrifar: Eru refsingar of vægar?
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Frelsið mitt og frelsið þitt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Frelsið mitt og frelsið þitt?
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Thomas Möller skrifar: Ræðum meira um Evrópu

Thomas Möller skrifar: Ræðum meira um Evrópu
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Í hvaða álfu eru íslenskir flokkar?

Sigmundur Ernir skrifar: Í hvaða álfu eru íslenskir flokkar?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Reykjavíkurflugvöllur

Óttar Guðmundsson skrifar: Reykjavíkurflugvöllur
EyjanFastir pennar
25.02.2025

Svarthöfði skrifar: Vegprestur með neyðarsjóð

Svarthöfði skrifar: Vegprestur með neyðarsjóð
EyjanFastir pennar
23.02.2025

Björn Jón skrifar: Hlustið á Þorgrím Þráinsson

Björn Jón skrifar: Hlustið á Þorgrím Þráinsson