fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Edda sakar Frosta um dreifingu falsfrétta – Hafi ekki farið til Ítalíu fyrir söfnunarfé

Ritstjórn DV
Laugardaginn 8. júlí 2023 07:00

Edda Falak Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og DV greindi frá í gær hefur fjölmiðlamaðurinn Frosti Logason sakað baráttukonuna Eddu Falak um fjársvik. Hann segir Eddu hafa nýtt fé sem safnað var, til að standa straum af kostnaði vegna áfrýjunar til Landsréttar á dómi sem hún hlaut í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að brjóta gegn friðhelgi einkalífs konu, til að fara í ferðalag til Ítalíu.

Konan stefndi Eddu eftir að hún birti í hlaðvarpsþætti sínum Eigin konur hljóðupptöku af konunni sem dóttir hennar lét Eddu í té. Í þættinum sakaði dóttirin móður sína um andlegt ofbeldi.

Sjá einnig: Frosti sakar Eddu um fjársvik – Hafi farið til Toskana fyrir söfnunarfé

Edda hefur nú svarað ásökunum Frosta með pistli á Instagram-síðu sinni, sem hún birti seint í gærkvöldi, og vísar þeim alfarið á bug. Pistill hennar hefst á eftirfarandi orðum:

„Ef það er eitthvað sem ég hef lært að þá er það að stíga aldrei inn í narratífu ofbeldisfólks og ljá þeim vægi. Hinsvegar snýr þetta að fleira fólki, þetta snýr að öllu því fólki sem styrkti mig í gegnum karolinafund.“

Edda segir það falsfréttir að hún hafi notað söfnunarféð til að greiða fyrir ferðina til Ítalíu. Lögmaður hennar hafi sent inn áfrýjunarstefnu og eftir að hún var send inn hafi Edda gert upp dóm Héraðsdóms upp en henni var gert að greiða lögmannskostnað auk bóta til konunnar sem stefndi henni. Frosti heldur því hins vegar fram að málinu hafi ekki verið áfrýjað til Landsréttar en segir þó að Edda hafi gert dóm Héraðsdóms upp.

Edda birtir með færslu sinni skjáskot af tölvupósti sem var sendur lögmanni hennar en þar er staðfest að hún hafi gert upp dóm Héraðsdóms og greitt 1,3 milljónir króna inn á fjárvörslureikning en tekið fram að eftir standi vextir upp á tæplega 80.000 krónur. Í póstinum kemur ekkert fram um áfrýjun málsins. Edda segist þó í færslunni einnig hafa greitt vextina:

„Ég kæri mig ekki um að fjölmiðlar séu að lepja upp drulluna og kasta fram falsfréttum um að ég hafi farið í fjölskyldufrí til Ítalíu fyrir söfnunarfé. Eftir að lögmaður minn sendi inn áfrýjunarstefnuna borgaði ég 1.379.768 til að gera upp dóm Héraðsdóms og restin fór í lögmannskostnað eins og kom fram í lýsingunni í söfnuninni. Ekkert af peningnum fór til mín.“

Að lokum sendir Edda Frosta góðar óskir:

„Ég eyddi dásamlegum tíma með fjölskyldunni minni og kærastanum mínum í verðskulduðu fríi á Ítalíu og ég óska þess að sendiboði rangfærsla um mig nái bata í sinni vegferð.“

Skjáskot af færslu Eddu má sjá hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!
Fréttir
Í gær

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu
Fréttir
Í gær

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar
Fréttir
Í gær

Rýmingu lokið í Bláa lóninu

Rýmingu lokið í Bláa lóninu