Það eru hræringar á bak við tjöldin hjá enska stórliðinu Arsenal þessa stundina.
Steve Round, hægri hönd Mikel Arteta, hefur yfirgefið félagið.
Round kom inn í teymi Arteta þegar hann var ráðinn 2019 og er sagður eiga stóran þátt í uppgangi liðsins.
Þá er yfirlæknir liðsins, Gary O’Driscoll, á leið til Manchester United.
Læknirinn hefur verið hjá Arsenal síðan 2009 og verið mikilvægur þáttur á bak við tjöldin. Hann er afar vel liðinn hjá Lundúnafélaginu.
United bauð honum hins vegar samning sem erfitt var fyrir hann að hafna. Þá býr fjölskylda O’Driscoll nálægt Manchester sem heillaði hann.
O’Driscoll fer ekki frá Arsenal fyrr en seinna í sumar og mun hjálpa til við að koma nýjum manni inn í starfið.