Carlinu White var rænt af sjúkrahúsi í Harlem sem ungabarni árið 1987 og alin upp sem Nejdra Nance.af mannræningjanum, Annugetta Pettway. Stóð Carlina eðlilega alla sína æsku í þeirri trú að Annugetta væri móðir hennar.
Þann 4. ágúst 1987 fóru Joy White og Carl Tyson með nýfædda dóttur sína, Carlinu, á sjúkrahús þar sem telpan hafði hita. Ungu foreldrarnir, örlítið ó
ndi Carlinu White af sjúkrahúsinu og ól barnið upp sem sitt eigið. Það liðu rúmlega tveir áratugir, og eftir að Carlina varð sjálf móðir, að sannleikurinn kom í ljós.
Þegar að Carlinu fór að gruna að móðir hennar væri ekki í raun blóðmóðir hennar fór hún að kanna málin. Carlina hóf að leita á netinu og fór meðal annars í gegnum gagnabanka NCMEC, National Center for Missing and Exploited Children. Það er miðstöð leitar að týndum og misnotuðum börnum í Bandaríkjunum og býr yfir langstærsta gagnabanka landsins yfir horfin börn. Það tók Carlinu ekki langan tíma að finna sjálfa sig og í kjölfarið hitti hún loksins foreldra sína árið 2011. Eftir margra ára óhamingju og lífs í ramma lygavefs var Carlina loksins komin heim.
En hver var vegferð Carlinu þessi 23 ár?
Velkomin í heimin
Carlina Renae White fæddist á sjúkrahúsinu i Harlem í New York þann 15. júlí, 1987. Hún var meira en velkomin í heiminn og áttu foreldrar ekki til orð til að lýsa hrifningu sinni á litla stúlkubarninu. Carl og Joy voru ekki í sambandi en samstíga um ánægju sína og ákveðin í að vera samstíga um að ala barnið barnið upp. Dvaldi því Carl löngum stundum heima hjá Joy og nýfædda barninu.
Þegar Carlina var aðeins 19 daga gömul fékk hún skyndilega hita sem hækkaði hratt. Töldu foreldrarnir tryggast að láta lækni kíkja á barnið og fóru því með hana á sjúkrahúsið þar sem hún fæddist.
Við skoðun kom í ljós að Carlina hafði gleypt legvatn við fæðingu og hafði það valdið sýkingu. Hún var sett á sýkingu í æð en foreldrum hennar sagt að halda heim á leið og hvíla sig. Þau skyldu engar áhyggjur hafa, barnið væri í góðum höndum. Joy og Carl voru efins, vildu ekki yfirgefa barn sitt, en lét loks til leiðast að fylgja ráðum hjúkrunarfólks en það var sérstaklega einn hjúkrunarfræðingur sem huggaði þau og hvatti hún þau sérstaklega til að fara heim. Síðar kom í ljós að konan var ekki starfsmaður spítalans en hafði sést þar á flakki þremur vikum áður. Var starfsfólki sagt að hafa augun hjá sér, skyldi hún koma aftur, en af einhverjum ástæðum tók enginn eftir þessum nýja starfsmanni.
Hvarfið
Einhvern tíma á milli klukkan 2:30 og 3:55 um nóttina læddist konan að vöggu Carlinu, fjarlægði slönguna úr armi hennar og gekk með hana rólega á brott. Það var reyndar komið upp eftirlitsmyndakerfi á spítalanum en það var bilað þessa nótt og engin vitni að ráninu.
Carl Tyson átti síðar eftir að lýsa hjúkrunarfræðingnum sem hafði tekið á móti þeim og hvatt þau síðar svo eindregið til að halda heim á leið.
Carl og Joy voru heima en ósátt við að vera ekki hjá dóttur sinni og ákváðu að halda aftur á spítalann. Kærasta Carls var í heimsókn og keyrði Carl hana heim og fylgdi inni. Ætlaði hann að ná sér í lúr áður en hann keyrði til baka til Joy og þau héldu af stað til Carlinu litlu.
En Carl var varla búinn að loka augunum þegar að síminn hringdi. Á hinum enda línunnar var lögregumaður, sá var staddur í íbúð Joy White og tilkynnti hann Carl að dóttir hans væri horfin.
Kærasta Carls heyrði símtalið og byrjaði hún að öskra stjórnlaust um leið og hún heyrði orðið horfin.” Það má segja að hennar viðbrögð hafi endurspeglað að stórum hluta viðbrögð flestra þeirra er fréttu af ráninu.
Aldrei áður
Ungbarni hafði aldrei áður verið rænt í New York borg á þessum tíma og enginn vissi í raun hvernig taka skyldi á málum.
Það hjálpaði ekki að enginn starfsmanna spítalans virtist vita eitt né neitt og engin vitni voru að ráninu. Hjúkrunarfræðingar sögðust hafa litið til Carlinu litlu á fimm mínútna fresti og voru nokkuð sammála um að hún hefði verið horfin klukkan 3:40 um nóttina.
En smám saman kom fleira í ljós. Starfsmenn sögðust hafa séð sömu konuna vafra um ganga sjúkrahússins í fleiri mánuði og hefði hún hagað sér furðulega og flóttalega. Hún sagði þeim er spurðu að hún væri hjúkrunarfræðingur við spítalann og var það örugg í svörum að jafnvel hinir raunverulegu hjúkrunarfræðingur trúðu henni. Þegar teiknuð var upp mynd eftir lýsingu staðfesti Carl að um sömu konu væri að ræða og hann hefði rætt við kvöldið sem hann og Joy komu með Carlinu litlu á sjúkrahúsið.
Öryggisvörður við spítalann sagðist hafa séð konu ganga hratt út um klukkan 3:30 um nóttina en hann var ekki viss um hvort hún hefði haldið á einhverju.
Carl rifjaði það einnig upp að hjúkrunarfræðingurinn hafði sagt við hann fremur sérkennilega setningu við komuna með Carlinu til sjúkrahússins. Var það eitthvað á þá leið að börnin gráta ekki vegna þín en þú grætur vegna þeirra. Meinti hún það sem svo að þau hefðu ekkert á sjúkrahúsinu að gera, eða svo var talið síðar.
Dularfulla konan
Gríðarleg leit hófst að dularfullu konunni. Margar ábendingar bárust en enginn reyndist bera árangur. Carlina White virtist sem gufuð upp af yfirborði jarðar svo og konan ókunnuga.
Konan reyndist heita Annugetta Pettway, fædd og uppalin í borginni Bridgeport i Connecticut fylki.
Hún hafði ítrekað komist í kast við lögin sem unglingur vegna þjófnaða, árása og íkveikja en lögregla tók aldrei hart á henni og sagði hana meinlausa. Þegar að Annugetta varð eldri sogaðist hún inn og út úr heimi fíkniefna, var rótlaus og gekk illa að fóta sig í lífinu.
Árið 1987 hafði Annugetta átt í mörgum samböndum og margoft misst fóstur. Hún hóf að segja vinum sínum að hún væri aftur ólétt en að nokkrum mánuðum liðnum hvarf hún. Fjölskylda og vinir vissu að Annugetta var óútreiknanleg og sennilega hefði hún farið til að fæða í friði. Þegar hún kom aftur til Bridgeport var nýfædd dóttir hennar með í för sem augljóslega útskýrði tímabundið hvarf hennar. Eða svo var talið.
Spurniung um faðerni
Það er óljóst hvort Annugetta hafi einhvern tíma sagt til um faðerni barnsins en flestir gerðu ráð fyrir því að hann væri Robert Nance, maðursem Annugetta átti í stormasömu sambandi við en þau fluttu inn og út hvort frá öðru reglulega.
Carlina White ólst upp fyrstu árin í Bridgeport en flutti síðan með móður sinni til Atlanta í Georgíufylki. Þegar hún komst til vits og ára velti hún stundum fyrir sér hvort það gæti verið hugsanlegt að Annugetta væri ekki móðir hennar, hún var ekkert lík henni og fann aldrei til sérstakra tengsla við hana, en taldi það bara vitleysu í sér. En samt var alltaf einhver vafi til staðar, eitthvað sem nagaði stúlkuna og hún gat ekki hrist af sér.
Carlina varð ólétt árið 2005 og þurfti því eðlilega að fá heilbrigðisþjónustu á meðgöngu. Til þess að sækja um slíkt þurfti hún aftur á móti að framvísa fæðingarvottorði og bað hún móður sína um eintak. Annugetta hummaði það lengi vel fram af sér en Carlina gekk það stíf á eftir vottorðinu að á endanum lét Annugetta það af hendi.
Aftur á móti var Carlinu sagt að vottorðið væri falsað.
Faðerni?
Carlina krafði Annugettu um svör og játaði hún að vera ekki líffræðileg móðir hennar. Hún sagði móður Carlinu hafa yfirgefið hana við fæðingu, sú hefði verið fíkill og ekkert viljað með barnið hafa. Hefði Annugetta því bjargað Carlinu.
Næsta árið krafði Carlina Annugetta áfram um upplýsingar um lífsmóður sína en Annugetta kvaðst lítið muna, það væri of langt síðan. Næsta ár var hið sama, engin svör var að fá, og að því kom að Carlina trúði ekki orði af því sem Annugetta sagði og hóf að leita svara á netinu.
Og endaði á síðu NCMEC þar sem hún horfði á ungbarn, rænt af spítala í New York árið 1987. Fæðingarár hennar. Og það sem meira var, litla stúlkan á myndinni var með fæðingarblett á nákvæmlega sama stað og Carlina.
Systir Annugettu, Cassandra Johnson, hafði alltaf grunað að eitthvað væri ekki með felldu varðandi systurdóttur sína og þegar að Carlina bað hana um hjálp var hún fljót til. Hún hafði samband við NCMEC, sem síðan hafði samband við lögreglu, og voru þau Joy White og Carl Tyson snarlega kölluð á fund, rétt fyrir jól árið 2011, og sagt að hugsanlega væri dóttir þeirra fundin. DNA próf staðfesti fljótlega grun allra.
Hamingjan var mikil. Joy sagðist alltaf hafa vitað að að því kæmi að hún fyndi dóttur sína einn góðan veðurdag, hún hefði aldrei efast um að Carlina væri á lífi. Hún hefði fundið það á sér sem móðir.
Erfiðleikar
Carlina átti erfitt með að tengjast blóðforeldrum sínum í fyrstu, sérstaklega fannst henni sérkennilegt að eiga föður en Annugetta hafði aldrei búið með meintum barnsföður sínum. Sagði Carlina það sér algjörlega framandi.
Sérfræðingar hjálpuðu til og smám saman fór að myndast nánara samband og tóku stórfjölskyldurnar Carlinu með opnum örmum.
Sagði aAmma hennar að Carlina hefði smollið inn mynstrið frá fyrsta fundi og væri það hreint ævintýralegt.
Í janúar árið 2011 gaf Annugetta sig fram við lögreglu enda handtökuheimild á hana. Hún var ákærð fyrir mannrán og dæmd í 12 ára fangelsi. Hún losnaði út árið 2021.
Carlina, sem hafði aldrei þekkt annað nafn en Nejdra, lét breyta því aftur í Carlina. Hún átti erfiðara með aðlögunina en foreldrar hennar og sagðist í viðtali lengi hafa verið full samviskubits gagnvart Annugettu, einu móðurinn sem hún þekkti. Og elskaði, þrátt fyrir allt. Sambandið milli Joy, Carls og Carlinu varð þó prýðilegt með árunum.
Carlina sagði í nýlegu viðtali að sennilegast yrði hún aldrei alheil á sálinni, henni myndi alltaf fylgja ástin bæði til Annugetta og blóðforeldra sinna en hún væri eins heil og hún gæti orðið.
,,Ég veit hver ég er og ég veit hvaðan ég kem. Og það er ómetanlegt#
.