fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Veðurstofan segir gos líklegt innan daga eða vikna

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 6. júlí 2023 14:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skjálftavirkni á Reykjanesskaga heldur áfram og samkvæmt Veðurstofunni voru 1.300 skjálftar á svæðinu frá miðnætti og þar til í hádeginu í dag. Frá upphafi hrinunnar, að kvöldi 4. júlí, hefur fjöldi skjálfta mælst um 4.700.  Frá miðnætti til hádegis í dag hafa yfir sex skjálftar mælst yfir 3,5 að stærð. Í heildina hefur skjálftahrinan gefið eftir bæði hvað varðar fjölda og stærð skjálfta.

Í pistli Veðurstofunnar segir að gos á svæðinu milli Fagradalsfjalls og Keilis sé líklegt innan daga eða vikna, en ekki öruggt. Orðrétt segir í pistli Veðurstofunnar:

„Staðsetning jarðskjálftanna dreifist á norðaustur-suðvesturlínu milli Fagradalsfjalls og Keilis, að mestu leyti rétt norðan við fjallið Litla Hrút. Nýjustu jarðskorpumælingar (GPS) sýna verulegar hreyfingar sem benda til kvikuhreyfinga á svæðinu þar sem jarðskjálftarnir mælast. Líkleg skýring er kvikuinnskot í norðaustur-suðvesturátt á 2 til 4 km dýpi. Innskotið er nógu nálægt yfirborði til að eldgos geti orðið án frekari stigmögnunar í skjálftavirkni eða aflögunarmælingum.

Miðað við núverandi mat eru tvær sviðsmyndir líklegastar. Jarðskjálftahrinan gæti minnkað jafnt og þétt án þess að kvika berist upp á yfirborðið. Að öðrum kosti gæti kvikan haldið áfram í átt að yfirborðinu, sem myndi leiða til eldgoss á þeim stað sem skjálftahrinan er nú. Ekki er hægt að útiloka að kvika berist upp á yfirborðið hvar sem er á svæðinu milli Fagradalsfjalls og Keilis. Af þessu tvennu virðist líklegra að eldgos verði innan daga eða vikna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fjárfestar hafa sölsað undir sig tæplega 90% seldra íbúða á árinu – „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt“

Fjárfestar hafa sölsað undir sig tæplega 90% seldra íbúða á árinu – „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Pawel sakar stjórnvöld um aumingjaskap – „Hvernig væri að kalla stjórnendur þessa miðils í skýrslutöku“

Pawel sakar stjórnvöld um aumingjaskap – „Hvernig væri að kalla stjórnendur þessa miðils í skýrslutöku“
Fréttir
Í gær

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater
Fréttir
Í gær

Dómur kveðinn upp yfir Kourani – Hefur brotið af sér og ofsótt fólk árum saman

Dómur kveðinn upp yfir Kourani – Hefur brotið af sér og ofsótt fólk árum saman
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Drama í ófullgerðu fjöleignarhúsi – Ósátt við nýju veggina og neituðu að færa bílana

Drama í ófullgerðu fjöleignarhúsi – Ósátt við nýju veggina og neituðu að færa bílana