Hljómsveitin Fussumsvei hefur gefið út sumarslagarann Lukkupott til að kveikja í partíinu í bústaðnum. Lagið er tilvalið fyrir alla pabba og mömmur sem vilja gleymi amstri dagsins um sinn og skemmta sér vel í bústaðnum.
Söngkonan Esther Jökulsdóttir syngur með Fussumsvei í þessu lagi en hún hefur m.a. sungið með Sólstrandargæjunum. En Fussumsvei eru: Kolbeinn Tumi Haraldsson, Garðar Guðjónsson, Esther Jökulsdóttir, Ólafur Unnarsson, Valur Arnarson og Sigurður Óskar Lárus Bragason.
Lagið er í spilaranum hér að neðan: