Eftir ellefu ár hjá Chelsea hefur fyrirliðinn, César Azpilicueta, yfirgefið félagið og samið við Atletico Madrid.
Chelsea hleypti varnarmanninum frá Spáni frítt frá félaginu en þessi 34 ára varnarmaður heldur nú heim á leið.
Azpilicueta átti magnaða tíma hjá Chelsea þar sem hann varð meðal annars enskur meistari og vann Meistaradeildina sem fyrirliði liðsins.
Azpilicueta hefur reynst Chelsea afar vel en enska félagið heldur áfram að taka til í leikmannahópi félagsins og mátti Azpilicueta fara.
Chelsea kvaddi Azpilicueta með fallegu myndbandi sem lét hann fara að hágráta.
We are bidding an emotional farewell to a Chelsea great.
Thank you for everything, @CesarAzpi. 💙 pic.twitter.com/wHDcALJX5m
— Chelsea FC (@ChelseaFC) July 6, 2023