Jurrien Timber er að mæta til London og fer í læknisskoðun hjá Arsenal á morgun eftir að félagið samdi um kaupverðið við Ajax.
Timber mun skrifa undir fimm ára samning við Arsenal og er ætlað að styrkja og auka breiddina í varnarlínu liðsins.
Timber ferðast til London í dag en Arsenal borgar í kringum 40 milljónir punda fyrir varnarmanninn.
Varnarmaðurinn hefur átt góð ár hjá Ajax en er sagður hafa staðnað í framþróun sinni á síðustu leiktíð og fær nú nýja áskorun.
Timber var á óskalista Manchester United síðasta sumar en Ajax neitaði að selja hann þá.
Understand Arsenal booked medical for Jurrien Timber on Friday. He will sign the contract until 2028 right after. 🔴⚪️✔️
Told Timber will travel to London later today then will undergo medical tests on Friday morning. pic.twitter.com/aEDBZj0PtI
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 6, 2023