Mason Mount segist hafa viljað yfirgefa Chelsea þegar honum varð það að ljóst að hann væri ekki í framtíðar plönum félagsins.
Mount var samkvæmt enskum blöðum óhress með þau tilboð sem Chelsea lagði á borð hans og vildi hann því fara.
Arenal, Liverpool og Manchester United sýndu öll áhuga en Mount kaus að fara til Erik ten Hag eftir fund þeirra.
„Mér var það ljóst fyrir nokkrum mánuðum að ég væri ekki í plönum Chelsea og um leið og ég vissi af áhuga United þá vildi ég fara þangað,“ segir Mount.
„Þetta er risastórt félag, margir magnaðir leikmenn hafa verið hérna. Að koma hérna fyrir undirbúningstímabilið var mitt markmið allan tíman.“
„Stundum elskar maður undirbúningstímabil og stundum hatar maður þau, þau eru öll erfið. Ég hef heyrt af því hvernig fyrstu vikurnar verða hérna og það verður verulega erfitt, en um það snýst þetta allt.“