fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Frægustu nágrannaerjur Íslands undu upp á sig þegar lögmaður Hreggviðar stefndi honum sjálfum

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 6. júlí 2023 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hreggvið Hermannsson, ábúanda að Langholti 1b í Flóahreppi, kannast flestir við vegna illvígra erja sem hann hefur átt í við nágranna sína að Langholti 2. Hafa deilurnar ítrekað ratað á síður fjölmiðla og teljast tvímælalaust meðal þekktustu nágrannaerja landsins.

Hafa erjurnar átt sér stað í um áratug, lögregla hefur ítrekað þurft að hafa afskipti af þeim og eru stundirnar í dómstólum landsins fjölmargar.

Hreggviður hefur verið handtekinn, fengið að dúsa í fangageymslu og að hans sögn hafa nágrannar hans jafnvel reynt að ráða honum bana. Annars vegar með því að keyra á hann og hins vegar með því að reyna að sturta yfir hann hlassi af sandi.

Ekki hefur hvarflað að Hreggviði láta þessar erjur fæla sig úr heimahögunum og segist hann sjálfur í raun hafa gaman að þessu. „Ég gerði þetta að áhugamáli. Það var ekki hægt annað,“ sagði hann í samtali við DV árið 2021.

Sjá einnig: „Fjöldinn er fljótur að snúast á sveif með sigurvegaranum. Ég finn strax fyrir því“

En að þessu sinni var Hreggviður dreginn inn í dómsal, ekki af nágrönnum sínum, heldur af lögmanni sem hafði gætt hagsmuna hans í erjunum á einum tíma. Lögmannsstofan ELVA lögmenn slf. stefndi Hreggviði til greiðslu meintrar skuldar upp á tæpa milljón. Ákvað Hreggviður að bæta ekki í mögulega skuldir vegna lögmanna og ákvað að grípa sjálfur til varna í málinu.

Um var að ræða reikning sem gefinn var út í maí á síðasta ári vegna vinnu lögmannsstofunnar í nokkrum aðgreindum málum. Lögmaðurinn Elva Ósk S. Wiium sagðist hafa verið verjandi Hreggviðar í sakamáli sem laug með sýknu að hluta en sakfellingu í tilteknum ákæruliðum. Hafi Hreggviður falið henni að óska eftir leyfi til áfrýjunar til Landsréttar, sem hún hafi svo gert.

Sjá einnig: Lögregluskýrsla staðfestir að ekið var yfir Hreggvið

Fyrir Hreggvið hafi Elva unnið og skráð 19,5 klukkustundir og var tímagjaldið 19 þúsund krónur. Þóknun hafi því verið um 459 þúsund krónur með virðisaukaskatti. Annar starfsmaður stofunnar hafi svo gætt hagsmuna Hreggviðar í öðrum málum. Meðal annars í máli sem varðaði miskabætur vegna ákeyrslu, mætt hafi verið í matsmáli vegna landamerkjadeilu, bótakrafa sett fram vegna ólögmætrar friðhelgi- og frelsisskerðingar, viðvik unnin vegna lóðarleigu og skipulagsmála og svo hafi vinna farið fram í fundi með Hreggviði um stöðu mála.

Fram kom að Hreggviður hafi reglulega mætt á lögmannsstofuna til að ræða mál sín sem og önnur mál. Hafi ekki verið rukkað fyrir hvern og ein fund heldur hafi uppsafnaður tími vegna þeirra verið skráður við og við.

Sjá einnig: Lára sjáandi var grafin lifandi

Alls hafi því reikningur numið rétt tæpum 994 þúsund krónum. Hreggviður hafi, vegna vinnu lögmannsstofunnar fyrir hann, fengið rúmar 1,6 milljónir í miskabætur greiddar, en Hreggviður hafi með munnlegu samkomulagi skuldbundið sig til að greiða reikninginn þegar bæturnar hefðu verið greiddar út. Þegar á reyndi hafi Hreggviður þó neitað að borga og svo hætt að svara símtölum og tölvupóst.

Hreggviður krafðist þess að málinu yrði vísað frá. Lagði hann svo fram greinargerð þar sem hann krafðist sýknu og málskostnaðar. Fékk hann leiðbeiningar dómara við meðferð málsins. Rökstuddi hann mál sitt með að ýmist hafi hann í reynd ekki þurft aðstoð lögmanns, og eins að tímaskráningar væru ekki réttar þar sem í einhverjum tilvikum hafi hann setið yfir lögmanni á meðan krafa hans var samin. Hafi stefnan í málinu komið honum að óvörum, enda beri lögmanni skylda til að gera verkkaupa grein fyrir hugsanlegum kostnaði hverju sinni. Það hafi ekki verið gert. Hafi lögmannsstofan í raun skuldað honum um 1,9 milljón þar sem hann hafi sinnt framkvæmdum fyrir lögmann sinn.

Lögmaðurinn benti þó á fyrir dómi að hún hefði tekið tillit til vinnu Hreggviðar við tímaskráningu. Taldi dómari að Hreggviður hefði ekki náð að sanna nægilega þá vinnu sem hann kvaðst hafa sinnt, ekki væri um vinnuskýrslur að ræða, reikninga eða annað.

Þarf Hreggviður því að greiða skuldina sína og þar að auki 800 þúsund krónur í málskostnað.

Sjá einnig: Reikningurinn hækkar hjá Ragnari sem keyrði á nágranna sinn – „Hann reyndi að drepa mig“

Sjá einnig: Grannar munu berjast

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“
Fréttir
Í gær

Kirkjugarður Hafnarfjarðar að breytast í bílakirkjugarð

Kirkjugarður Hafnarfjarðar að breytast í bílakirkjugarð
Fréttir
Í gær

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli
Fréttir
Í gær

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar