fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Í annarlegu ástandi eftir að hafa rænt ferðamann

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 6. júlí 2023 06:26

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nóg var að gera á kvöld- og næturvakt lögreglunnar að vanda. Í umdæmi Austur-/Mið- og Vesturbæjar/Seltjarnarnes var tilkynnt var um einstakling í annarlegu ástandi í hverfi 104. Við nánari skoðun kom í ljós að sá samsvaraði lýsingu á einstakling sem framdi rán ásamt þremur öðrum fyrr um daginn. Þar veittust fjórir einstaklingar að erlendum ferðamanni og tóku verðmæti. Einn gistir fangaklefa vegna málsins. Hluti ránsfengsins er fundinn en málið er í rannsókn.

Ökumaður handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Annar ökumaður var handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum ávana og fíkniefna ásamt því að aka án réttinda. Nokkrar tilkynningar bárust lögreglu vegna grunsamlegra mannaferða sem lögregla sinnti. Einn einstaklinguar var vistaður í fangaklefa sökum ölvunarástands.

Umferðaróhapp varð þar sem að tvær bifreiðar skullu saman, ekki varð slys á fólki. Tilkynnt um þjófnað í verslun í hverfi 108, þar var um ólögráða einstaklinga var að ræða og málið í viðeigandi ferli. Tilkynnt var um slagsmál milli fjögurra aðila, engan að sjá er lögregla kom á vettvang.

Í umdæmi Hafnarfjarðar/Garðabæjar/Álftaness varð umferðaróhapp þar sem að ökumaður léttbifhjóls velti bifhjólinu og kenndi sér meins í öxl.

Tilkynnt um konu ráfandi um og illa áttaða í hverfi 203 í umdæmi Kópavogs/Breiðholts. Henni var ekið á dvalarstað sinn af lögreglu. 

Í umdæmi Grafarvogs/Mosfellsbæjar/Árbæjar var tilkynnt um lausan hest í hverfi 162. Haft var samband við viðeigandi stofnun sem gerði ráðstafanir. Ökumaður var handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum áfengis, akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna og lyfja sem og akstur bifreiðar án þess að hafa öðlast til þess réttindi. Annar ökumaður var handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og sá þriðji var stöðvaður og grunaður um að aka án gildra ökuréttinda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

J.D. Vance verður varaforsetaefni Donald Trump

J.D. Vance verður varaforsetaefni Donald Trump
Fréttir
Í gær

Pálmi Þór lést af slysförum á Spáni

Pálmi Þór lést af slysförum á Spáni
Fréttir
Í gær

Fjárfestar hafa sölsað undir sig tæplega 90% seldra íbúða á árinu – „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt“

Fjárfestar hafa sölsað undir sig tæplega 90% seldra íbúða á árinu – „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt“
Fréttir
Í gær

Pawel sakar stjórnvöld um aumingjaskap – „Hvernig væri að kalla stjórnendur þessa miðils í skýrslutöku“

Pawel sakar stjórnvöld um aumingjaskap – „Hvernig væri að kalla stjórnendur þessa miðils í skýrslutöku“