„Þeir hafa engar sannanir,“ sagði Roy Keane þegar hann fékk veður af því að ensk blöð væru að skrifa um ferð hans og leikmanna Manchester United á strippklúbb.
Keane segir frá málinu í þættinum Overlap en atvikið átti sér stað í æfingaferð félagsins í Bandaríkjunum.
Miðað við sögu Keane var mikið drukkið þetta kvöldið. „Ég man að við vorum í Chicago
„Ég leit á mig og ég var allur svartur í framan, ég mundi ekki hvernig þetta gerðist. Ég sit í rútunni og það koma skilaboð frá fjölmiðlafulltrúa okkar um ferð leikmanna United á strippklúbb,“ segir Keane.
„Ég sit aftast og segi við alla að þeir hafa engar sannanir, ég sagðist hafa stjórn á þessu. Fimm mínútum síðar hringir síminn, þeir hafa sannanir. Þeir voru með fingrafarið og mynd af passanum og upplýsingar um kortið mitt.“
Keane komst þá að því hvers vegna hann var allur svartur í framan en ensk blöð fjölluðu ítarlega um málið. „Horny Devils,“ var meðal annars skrifað.
Söguna má heyra frá Keane hérna.
“They’ve got proof!” 🫣
Roy Keane took one for the team on a wild Man United team night out in Chicago… 🇺🇸
Watch The Overlap on Tour on Sky Max at 9PM! 📺 pic.twitter.com/AvZZ9KbRUO
— The Overlap (@WeAreTheOverlap) July 5, 2023