Jarðskjálftum á Reykjanesi hefur fækkað eftir því sem liðið hefur á kvöldið eftir mjög þunga skjálftahrinu í um sólarhring. Minni skjálftavirkni gæti þýtt að gos sé í aðsigi.
RÚV greindi frá og ræddi við Halldór Geirsson, jarðeðlisfræðing við Háskóla Íslands. Hann segir erfitt að alhæfa um þessi efni en fyrir tvö síðustu gos þá dró úr skjálftavirkninni í undanfara goss. Minni skjálftavirkni geti þó einnig þýtt að atburðinum ljúki án þess að til goss komi.