Jack Grealish leikmaður Manchester City mun seint gleyma þessu sumri, eins og flestum er kunnugt tók Grealish gott þriggja daga fyllerí eftir að Manchester City vann þrennuna.
Kauði fór svo í landsleiki með Englandi áður en hann fór með vinum sínum til Las Vegas og var þar í sex daga.
Grealish hefur svo undanfarna daga verið í Frakklandi með kærustu sinnu, Sasha Attwood.
Parið dvelur á Hotel du Cap-Eden-Roc í Suður-Frakklandi sem er eitt eftirsóttasta og flottasta hótel í Evrópu.
Nóttin kostar í kringum 14 þúsund pund eða rúmar 2 milljónir króna. Grealish og Sasha hafa notið sín vel og verið dugleg að deila myndum á samfélagsmiðlum.
Ýmislegt hefur gengið á í sambandi Sasha og Grealish en kauði hefur ítrekað verið bendalaður við aðrar konur í gegnum samband þeirra.