Daniel Levy stjórnarformaður Tottenham er brjálaður út í Tottenham og mun ætla sér að verða með leiðindi við samningaborðið.
Þannig segir þýska blaðið Bild frá því að Levy sé brjálaður yfir því að Bayern sé búið að ræða við aðila nána Kane.
Segir Bild að samkomulag um kaup og kjör sé nánast í hafn og nú þurfi félögiun bara að ná saman.
En það gæti reynst þrautinni þyngri samkvæmt Bild því Levy ætlar sér að láta Bayern borga auka fyrir ólöglegar viðræður samkvæmt honum.
Kane á að mæta til æfinga hjá Tottenham innan tíðar en óvíst er hversu mikið honum langar til að mæta enda virðist hann vilja burt frá félaginu.