fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Eyjan

Heldur Kristrún Frostadóttir ríkisstjórninni saman?

Eyjan
Miðvikudaginn 5. júlí 2023 17:46

Kristrún Frostadóttir - Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessari spurningu er velt upp í hlaðvarpinu „Pæling dagsins“ þar sem Þórarinn Hjartason talar. Spurningin felur í sér þá kenningu að stjórnarflokkarnir óttist um of mikið fylgi Samfylkingarinnar í skoðanakönnunum til að þora að slíta stjórnasamstarfinu.

Þórarinn tekur ekki afstöðu til spurningarinnar en bendir á að harðorðar yfirlýsingar Óla Björns Kárasonar, þingsflokksformanns Sjálfstæðisflokksins, um ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að fresta hvalveiðivertíð nánast fyrirvaralaust, sýni að stjórnasamstarfið sé farið að súrna mjög. Hins vegar sé í sögulegu samhengi erfið ákvörðun að slíta stjórnasamstarfi því flokkar sem það geri hafi iðulega farið illa út úr næstu kosningum.

Þórarinn kryfur nokkuð áhugavert viðtal sem Útvarp Saga tók við Kristrúnu nýlega. Þar var meðal annars rætt um bankasöluklúður Íslandsbanka og er Þórarinn sammála Kristrúnu um að upplýsingum í málinu virðist dreift í skömmtum yfir lengra tímabil, eins og til að draga úr þunga málsins. Orðrétt segir Kristrún meðal annars um bankasöluna:

„Rökin sem voru notuð fyrir því að útboðið þyrfti að vera lokað, voru að um væri að ræða fjárfesta sem tækju áhættu og gætu tapað og því var þeim veittur afsláttur. Hins vegar kom í ljós að sumir fjárfestar voru smáir, jafnvel erlendir og sumir höfðu áður keypt í bankanum og selt fljótt á eftir. Hér var því um annað að ræða en eingöngu s.k. kjölfestufjárfesta og erfitt eða hreinlega ókleift að gæta jafnræðis milli kaupenda. Því þarf að láta á það reyna, hvort það hafi yfir höfuð verið löglegt að hafa útboðið lokað.“

Þórarinn segir í spjalli sínu að stjórnarandstaðan sé mjög slöpp, þar sé fólk sem ekki sé starfi sínu vaxið. Þar vanti fólk beittari neglur til að takast á við Sjálfstæðisflokkinn og það sé billegt að nefna Bjarna Benediktsson alltaf fyrstan til sögunnar þegar spurt sé út í vægi samskipta Íslandsbanka og Bankasýslunnar í bankasölumálinu.

Þórarinn telur skoðanir Kristrúnar á útlendingamálum sem birtast í viðtalinu á Útvarpi Sögu vera áhugaverðar og ekki í takti við ýtrustu kröfur No Border sinna. Kristrún harmar að hælisleitendur hér á landi fái ekki kost á að vinna fyrir sér. Jafnframt telur hún að virða þurfi málefnalegar synjanir.

Þórarinn segir að Kristrún sé með stjórnartaumana og Samfylkingin sé ekki mikið án hennar.

Hlýða má á spjall Þórarins í spilaranum hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Efins um að Valkyrjustjórnin verði að veruleika – „Eins og við séum að horfa á eitthvað leikrit“

Efins um að Valkyrjustjórnin verði að veruleika – „Eins og við séum að horfa á eitthvað leikrit“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Steinunn Ólína skrifar og talar: Er ekki ráð að treysta fólki fyrir sjálfu sér?

Steinunn Ólína skrifar og talar: Er ekki ráð að treysta fólki fyrir sjálfu sér?