fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Frasakóngur Íslands komst inn í meistaranám með menntaskólasmásögum – „Getur ekki skipt máli þó að einn gamall sköllóttur gæi kíki í nokkra tíma“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 5. júlí 2023 19:00

Jón Gunnar Geirdal Mynd: Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Gunnar Geirdal almannatengill, eigandi Ysland og frasakóngur landsins útskrifaðist úr meistaranámi í ritlist í vor.

„Það var bara með betri ákvörðunum lífs míns að taka þetta skref,“ segir Jón Gunnar í viðtali í morgunþættinum Ísland vaknar í morgun.

„Ég er fimmtugur á næsta ári þannig það væri í rauninni ekkert „endgame“ með einhverri meiri menntun annað en bara svona spark í rassinn. Mig langar bara að mennta mig meira í alls konar og það er ótrúlega margt áhugavert,“ segir Jón Gunnar. Honum hafi einfaldlega langað að sækja ýmis námskeið í háskóla og læra meira en fannst engin þörf á að fá gráðu fyrir nám sitt. Fyrir nokkrum árum hringdi hann í Háskóla Íslands og spurði: „Get ég ekki bara skráð mig í Háskóla Íslands og sótt mér námskeið alls staðar?“

Tilbúinn að borga skólagjöld án gráðu

Að hans sögn var hann tilbúinn að greiða skólagjöldin en langaði að mæta í fjölbreytta tíma eftir eigin höfði. Segist hann hafa langað að læra meira en ekki fundist nauðsynlegt að fá gráðu fyrir nám sitt. Því hefðu starfsmenn skólans furðað sig á og ekki meðtekið að hann hans eina markmið með náminu væri að læra meira en ekki að fá gráðu.

„Það eru 15 þúsund manns í skóla og það getur ekki skipt máli þó að einn gamall sköllóttur gæi kíki í nokkra tíma. Þau bara skildu ekki pælinguna: „Þú verður að fá einhverja gráðu.“ „Nei ég hef engan áhuga á því, mig langar bara að koma og læra.““

Finnst Excel-skjöl og rekstur leiðinlegt

Þegar það lá fyrir að hann þyrfti að velja eina ákveðna námsleið til frekari menntunar þá segir hann MBA nám hafa komið til greina. Eftir að hafa skoðað námið komst hann þó að þeirri niðurstöðu að þó honum fyndist námið áhugavert þá væri það ekki rétti kosturinn fyrir hann. Hann hefði ekki gaman af Excel-skjölum og bókhaldi og teldi ólíklegt að tveggja ára meistaranám fengi því breytt.

„Eftir tvö ár, þegar ég er búinn með MBA, þá finnst mér það ennþá leiðinlegt, ég veit það bara. Alveg sama hversu mikið ég læri um það, ég veit bara að ég er ‚kreatív‘ megin í menginu og langar að vera þar að skapa og búa til.“ 

Komst inn með smásögum úr menntaskóla

Eftir að hafa skoðað meistaranám í ritlist við HÍ heillaðist Jón Gunnar af því. Hann hafði ekki mikla reynslu af skrifum þegar hann sótti um en safnaði saman ýmsu sem hann hafði unnið í gegnum tíðina fyrir umsókn sína. 18-20 eru valdir inn og meðal annars farið eftir því sem umsækjendur hafa skrifað. Skorturinn á reynslu virðist ekki hafa haft áhrif á umsóknina því Jón komst inn og segist hæstánægður með ákvörðunina að láta slag standa og sækja um námið.

„Ég í rauninni fór bara í skúffuna, skúffuskáldið par excellence, fann bara eitthvað alls konar sem ég hafði hripað. Einhverjar gamlar smásögur, einhverjar smásögur úr FG sem ég fékk nú verðlaun fyrir,“ segir hann hlæjandi og bætir við: „Sælla minninga, fyrir einhverjum hundrað árum síðan.“

Eins og margir ættu að vita þá hefur Jón Gunnar skrifað handrit og komið að gerð margra vinsælla sjónvarpsþátta og það á meðan hann var í meistaranáminu, Jarðarförin mín, Brúðkaupið mitt og Arfurinn minn, sem allar má finna á Sjónvarpi Símans.

Viðtalið við Jón Gunnar má hlusta á í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 10 klukkutímum
Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Í gær

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?