fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Bruno Fernandes sendir smá sneið til Mount sem vekur athygli

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 5. júlí 2023 20:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bruno Fernandes miðjumaður Manchester United hefur boðið Mason Mount velkomin til félagsins með myndum af því þegar þeir rifust þegar hann var leikmaður Chelsea.

Mount verður í treyju númer 7 hjá Manchester United. Félagið staðfestir þetta. United tilkynnti um komu enska miðjumannsins í dag en skiptin höfðu legið í loftinu.

Mount kemur frá Chelsea og skrifar undir fimm ára samning á Old Trafford.

„Af hverju tók það þig svona langan tíma að skrifa undir?,“ skrifar Bruno með tjákni af reiðum kalli.

United greiðir Chelsea 55 milljónir punda með möguleika á 5 milljónum til viðbótar.

Mount er uppalinn hjá Chelsea en átti aðeins ár eftir af samningi sínum og vildi ekki skrifa undir nýjan.

Nú er ljóst að Mount fer í sögufrægu sjöuna hjá United. Menn á borð við Cristiano Ronaldo, David Beckham og Eric Cantona hafa klæðst henni einnig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þekkir vel til í Danmörku og segir þetta umræðuna þar í landi um hugsanlega komu Arnars

Þekkir vel til í Danmörku og segir þetta umræðuna þar í landi um hugsanlega komu Arnars
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fernandes kemur sínum manni til varnar eftir tvö slæm mistök – ,,Höfum bullandi trú“

Fernandes kemur sínum manni til varnar eftir tvö slæm mistök – ,,Höfum bullandi trú“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Heilt ár síðan stórstjarnan skoraði mark í keppnisleik

Heilt ár síðan stórstjarnan skoraði mark í keppnisleik
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Segir að Arsenal hafi sýnt Ronaldo áhuga – ,,Hann vildi aldrei semja við þá“

Segir að Arsenal hafi sýnt Ronaldo áhuga – ,,Hann vildi aldrei semja við þá“