fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Fókus

Fundu leið til að deila Gömlu Borg án þess að raska heimilisfriðinum – Sögufrægt húsið fær enn eitt hlutverkið

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 5. júlí 2023 15:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gamla Borg í Grímsnesi hefur gegnt mörgum hlutverkum í gegnum tíðina. Upphaflega var húsið reist sem þinghús en síðar var rekinn þar skóli svo dansstaður, bílaverkstæði, kaffihús og samkomustaður. Í dag hefur húsið fengið enn eitt hlutverkið – en það er nú heimili þeirra Mumma Týs Þórarinssonar og Þórunnar Wolfram sem segja þetta draumastað fyrir skapandi fólk sem sér heiminn án takmarkana. En þó svo að Gamla Borg sé nú orðið að heimili vildu þau hjónin ekki svipta aðra því færi að fá að njóta þessarar sögufrægu byggingar, þó gæta þurfi að heimilisfriðinum.

Þá voru góð ráð dýr. Eftir töluverðar vangaveltur fundu þau loks leið til að samflétta ólík hlutverk hússins. Þau ákváðu að gefa Gömlu Borg enn eitt hlutverkið, að þessu sinni sem menningarsetur. Þar yrði útbúið stúdíó til að framleiða fjölbreytt efni sem yrði öllum aðgengilegt.

Svefnherbergið á sviðinu hefur nú fengið að víkja fyrir sjónvarpsveri. Mynd/ERNIR

Svefnherbergið þeirra, sem áður var á sviði Gömlu Borgar, fékk að víkja og þess í stað var útbúið lítið sjónvarpsver á sviðinu með öllum tækjabúnaði sem þarf til að taka upp lifandi myndefni.

Sjá einnig: Ástin blómstrar á Gömlu Borg í Grímsnesi – „Okkar heimur er hér“

Þá ráku þau sig á annan vegg – tæknimálin, en þó Mummi sé kvikmyndagerðarmaður þá eru upptökumál og tæknistjórnun ekki á hans sérsviði. Þá greip lífsins lukka inn, en þau kynntust Gunnari Bjarna, sem býr í næsta nágrenni, og svo heppilega vildi til að hann er skapandi tæknisnillingur og var tilbúinn að taka þátt í þessu verkefni með þeim Mumma og Þórunni.

Fyrsta afurð menningarsetursins er viðtalsþátturinn Kaldi Potturinn, en að honum eiga Gunnar Bjarni og Mummi sameiginlega heiðurinn, Mummi er þáttastjórnandi og spyrill og Gunnar Bjarni stjórnar upptöku og sér um frágang þáttanna. Eins og áður segir er Gunnar Bjarni ekki bara tæknisnillingur heldur einnig skapandi svo hann samdi stefið sem fylgir þáttunum.

Þeim Mumma, Þórunni og Gunnari Bjarna dreymir um að geta deilt anda Gömlu Borgar með öðru fólki í gegnum fjölbreytt efni sem verður framleitt í þessu rótgróna húsi, og síðar með viðburðum. Fyrsta skrefið er svo Kaldi Potturinn.

Kalda Pottinum er lýst sem spjallþætti þar sem Mummi fær til sín, á sviðið heima, allskonar fólk úr öllum kimum samfélagsins. Þetta er fólk með fjölbreytta lífsreynslu, djúpa sýn á tilveruna og sterkar skoðanir á lífinu. Þetta er fólk sem fer sínar eigin leiðir. Sjálfur hefur Mummi sterkar skoðanir og er óhræddur við að tjá sig um hvað sem er, svo áhorfendur mega búast við því að allt fái að flakka á sviðinu, enda hefur Kaldi Potturinn ekkert að fela.

Nú þegar hafa verið birtir þrír þættir. Í þeim fyrsta ræðir Mummi við Gísla kr. Björnsson, lögmann og fyrrverandi múraralæring sem rekur lífshlaup sitt. Gísli hefur lag á að sjá það spaugilega í lífinu hvort sem það er í gleði eða sorg.

Má sjá myndbrot úr þættinum hér að neðan en þáttinn má nálgast í fullri lengd hér og aðra þætti má nálgast á vefsíðu Mumma. Næstu þættir koma svo út á sunnudaginn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fer í gegnum síma eiginmannsins á hverju kvöldi og skammast sín ekkert fyrir það

Fer í gegnum síma eiginmannsins á hverju kvöldi og skammast sín ekkert fyrir það
Fókus
Fyrir 2 dögum

Boða grundvallarbreytingar á Söngvakeppninni – Ekkert einvígi og alþjóðleg dómnefnd

Boða grundvallarbreytingar á Söngvakeppninni – Ekkert einvígi og alþjóðleg dómnefnd
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að „flensubomban“ geti gert kraftaverk í veikindum – Svona er uppskriftin

Segir að „flensubomban“ geti gert kraftaverk í veikindum – Svona er uppskriftin
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Það er gaman að sjá þessa konu við hliðina á honum, sem er styrkurinn hans og ýtir honum út fyrir þægindarammann“

„Það er gaman að sjá þessa konu við hliðina á honum, sem er styrkurinn hans og ýtir honum út fyrir þægindarammann“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Vinsælustu heyrnartólin á skrifstofuna 2024

Vinsælustu heyrnartólin á skrifstofuna 2024
Fókus
Fyrir 5 dögum

Málin sem vöktu mesta athygli á árinu á Fókus – Afmælisferð sem breyttist í martröð, strákarifrildi og hættur Tenerife

Málin sem vöktu mesta athygli á árinu á Fókus – Afmælisferð sem breyttist í martröð, strákarifrildi og hættur Tenerife